cv - ís
Magnus Gunnarsson
2016
Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðingur f. 6.9. 1946 í Reykjavík. Foreldrar: Kristín Valdimarsdóttir húsmóðir, f. 21.5. 1925 í Reykjavík og Gunnar Magnússon skipstjóri, f. 25.9. 1921 í Reykjavík. Systkin: Valdís Lína Viktoría hjúkrunarfræðingur, f. 12.2. 1948 og Kristín skrifstofumaður, f. 8.5. 1953. Maki: Gunnhildur Gunnarsdóttir snyrtifræðingur, f. 2.2. 1946. Foreldrar maka: Hólmfríður Einarsdóttir húsmóðir og Gunnar Sigurgeirsson verkamaður. Fósturforeldrar maka: Aðalheiður Einarsdóttir aðstoðarsjúkraþjálfari og Ottó Oddsson verkamaður. Börn: Aðalheiður Hönnuður, f. 19.6. 1969 gift Sigurbirni Þorkelssyni og Gunnar Kristinn frkvstj. f. 3.11. 1973, giftur Kötlur Kristjánsdóttur tæknifræðingi
Menntun: Stúdentspróf frá VÍ 1967. Cand. oecon. frá HÍ 1971. Námskeið í International Shipping við Háskólann í Ósló 1970 og Airline Management við MIT í Boston 1980.
Starfsferill: Framkvæmdastjóri BHM 1971-1972. Skrifstofustjóri SÍF 1972-1973. Framkvæmdastjóri Hafskipa 1973-1974. Rekstrarráðgjafi og kennari við VÍ 1974-1976. Framkvæmdastjóri Arnarflugs 1976-1981. Aðstoðarframkvæmdastjóri Olíufélagsins hf. 1981-1983. Framkvæmdastjóri VSÍ, Vinnuveitendasambands Íslands, 1983-1986 og SÍF frá 1986-1993. Stjórnarformaður VSI 1992 til 1995. Stjórnarformaður Nord Morue í Frakklandi 1991-1994, Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi 1991-1995 og Útflutningsráðs Íslands 1986-1992. Varaformaður Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, 1997-2000. Formaður stjórnar FBA 2000 þar til bankinn sameinaðist Íslandsbanka. Í háskólaráði Háskólans á Akureyri 1999-2001. Formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 2001 til 2003. Formaður stjórnar Eimskipafélags Íslands, Brim ehf, Burðarás ehf og Eimskip ehf frá October 2003 til mars 2004. Stjórnarformaður KB Banka frá oktober 2008 til februar 2009. Hefur auk þess setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, nefnda og ráða. Stofnaði ráðgjafafyrirtækið Capital ehf. 1994 og rak það til 2010. Stofnaði Íslenska Flugmiðlun (Icelandic Aircraft Management IAM) 1998 og var stjórnarformaður þess til 2012. Stjórnaformaður Þrounarsjóður Sjavarútvegsins frá 1994-2006. Situr í Stjórn Fjallatinda, Marinvest, TT Invest, Fjarfestingarfélagsins Fletir ehf og varastjórn Fossa Markaðir.
Félagsmál: Formaður Málfundafélags Verslunarskóla Íslands. Formaður kjördæmasambands ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjd. 1968-1971, Stúdentasambands VÍ 1982-1986 og Stúdentafélags Íslands 1969-1970. Stjórnarformaður samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi 1989-1993, Fransk-íslenska verslunarráðsins 1990-1993, Formaður Bresk-íslenska verslunarráðsins 1999-2001.
Ritstörf: Hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um þjóðfélags- og sjávarútvegsmál. Ritstjóri Stúdentablaðsins 1968 og tímaritsins Eimreiðarinnar 1971-1976.
Viðurkenning: Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1992.
Konsull fyrir Begiu á ´Islandi frá 2004-2011.